Menu:Heimsækið okkur á FésbókinniBestu kveðjur,
Hótel Eldborg

Tenglar:

- Krakkahestar
- Sagnaslóð
- Hestaferðir.is
- Hestar 847
- Veðrið
- Vestur Ísland
- Snæfellsnes

Hótel Eldborg

Hótel Eldborg — er sveitahótel sem rekið er á sumrin í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi, skammt frá hinum landsþekktu Löngufjörum. Aðstaðan hentar vel einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Einnig er staðurinn vinsæll til ættarmóta. Hótel Eldborg er miðsvæðis fyrir ferðalög um Vesturland, í Borgarfjörð, Dalina og um Snæfellsnesið og stutt er í þéttbýlið.

Hentugur staður fyrir hópa — Hótelið er frekar lítið en hentar ágætlega hópum allt að 50-60 manns. Boðið er upp á gistingu í 26 2ja-3ja manna herbergjum. Á 16 herbergjum er vaskur og sameiginleg snyrting. Við hótelið er sundlaug sem opin er hótelgestum þegar þeir óska, en að auki eru fastir auglýstir opnunartímar.

Góð veitingaaðstaða — Við bjóðum máltíðir þar sem lögð er áhersla á heimilislegan mat og persónulega þjónustu. Einnig eru einstakar máltíðir í boði, eins og hádegisverður eða miðdegiskaffi. Nauðsynlegt er að panta mat fyrir hópa með fyrirvara. Við bjóðum upp á sérstakan hópa-matseðil.